maí 11, 2004
Er vorið komið ?
Vonandi ! Ég sá a.m.k. mörg merki þess á leið minni til vinnu í morgun.
Verktakarnir sem eru að búa til götu á Hallormsstað eru búnir að spæna upp for í miklu magni og dreifa henni á leiðina niður götuna og reyndar hluta af þjóðveginum líka..
Vegagerðarmenn eru að moka burtu grjóti úr Dýásnum - þar sem sprengt var fyrir stuttu. Sennilega verður Bergsbeygjan horfin eftir nokkrar vikur.
Á Stangarási er komið myndarlegt indíánatjald milli lerkitrjánna og greinilegt að börnin sem þar eiga heima sjá fram á gott sumar.
Maríuerlan er á fullu að útbúa sér hreiður undir þakskegginu hjá nágrönnum mínum - og fær í þetta skiptið góðan frið, þar sem íbúarnir eru ekki heima.
Fyrir nokkrum árum tók ég eftir því að Maríuerla, sem kom oft að eldhúsglugganum hjá mér og stundum reyndar inn, vantaði tærnar á annan fótinn. Hún kom svo aftur a.m.k. tvö ár eftir þetta og veiddi flugur af mikilli fimi. Hún kom líka óhikað inn um eldhúsgluggann hjá mér og náði í fiskiflugur þar, ef svo bar undir. Ætli það séu ekki afkomendur hennar sem núna byggja sér hreiður á sama stað og forfeðurnir - kæmi mér ekki á óvart.
Verktakarnir sem eru að búa til götu á Hallormsstað eru búnir að spæna upp for í miklu magni og dreifa henni á leiðina niður götuna og reyndar hluta af þjóðveginum líka..
Vegagerðarmenn eru að moka burtu grjóti úr Dýásnum - þar sem sprengt var fyrir stuttu. Sennilega verður Bergsbeygjan horfin eftir nokkrar vikur.
Á Stangarási er komið myndarlegt indíánatjald milli lerkitrjánna og greinilegt að börnin sem þar eiga heima sjá fram á gott sumar.
Maríuerlan er á fullu að útbúa sér hreiður undir þakskegginu hjá nágrönnum mínum - og fær í þetta skiptið góðan frið, þar sem íbúarnir eru ekki heima.
Fyrir nokkrum árum tók ég eftir því að Maríuerla, sem kom oft að eldhúsglugganum hjá mér og stundum reyndar inn, vantaði tærnar á annan fótinn. Hún kom svo aftur a.m.k. tvö ár eftir þetta og veiddi flugur af mikilli fimi. Hún kom líka óhikað inn um eldhúsgluggann hjá mér og náði í fiskiflugur þar, ef svo bar undir. Ætli það séu ekki afkomendur hennar sem núna byggja sér hreiður á sama stað og forfeðurnir - kæmi mér ekki á óvart.