júní 25, 2004
Framhaldsskólar og fjöldi nemenda
Það vakti upp réttláta reiði meðal foreldra og nemenda sem sóttu um skólavist strax eftir að 10. bekk lauk, að fá þau svör að ekki væru til fjármunir til að halda uppi kennslu fyrir allan þennan fjölda nemenda.
Og hvað gerist svo: Fjölmiðlar segja frá, Þorgerður Katrín kemur eins og frelsandi engill og segir að þessu verði bara bjargað. Fær örugglega prik og væntanlega atkvæði í næstu kosningum fyrir það.
Málið er samt aðeins flóknara en þetta. Það var nefnilega alveg ljóst þegar fjárlög voru samþykkt að einmitt þetta yrði raunin, en þá varð að skera niður og því fór sem fór.
Þetta er sama sálfræðitrixið eins og að taka mat frá svöngum manni og láta hann síðan hafa sama matinn eftir að vera búinn að kvelja hann pínu, og þá breytist kvalarinn í góðmenni.
Og hvað gerist svo: Fjölmiðlar segja frá, Þorgerður Katrín kemur eins og frelsandi engill og segir að þessu verði bara bjargað. Fær örugglega prik og væntanlega atkvæði í næstu kosningum fyrir það.
Málið er samt aðeins flóknara en þetta. Það var nefnilega alveg ljóst þegar fjárlög voru samþykkt að einmitt þetta yrði raunin, en þá varð að skera niður og því fór sem fór.
Þetta er sama sálfræðitrixið eins og að taka mat frá svöngum manni og láta hann síðan hafa sama matinn eftir að vera búinn að kvelja hann pínu, og þá breytist kvalarinn í góðmenni.