<$BlogRSDURL$>

ágúst 27, 2004

Hugleiðingar um vinnu, tækni og veikindi. 

Ég er með brjósklos í baki og er að bíða eftir að komast að hjá sérfræðingi til að fá úrskurð um til hvaða ráða sé hægt að grípa til að ég fá einhverja bót minna meina. Það tekur langan tíma að komast að hjá sérfræðingi og þar sem ég get gengið og legið án mikils sársauka, en get ekki setið nema stutta stund í einu, á ég erfitt með að sinna starfi mínu sem forritari. Til þess að geta eitthvað gert, er ég, með aðstoð vinnufélaga minna, búin að koma upp tengingu að heiman frá mér þar sem ég get komist á vinnusvæðið mitt á netþjónum fyrirtækisins. Það gerir mér kleift að vinna, liggjandi uppi í rúmi heima hjá mér. Þá fara að leita á mann ýmsar spurningar varðandi veikindi af þessu tagi:
Er ég ég ekki nógu mikið veik til að geta bara verið VEIK- PUNKTUR !
Geta fyrirtæki krafist vinnuframlags af fólki með því einu að skaffa þeim aðstöðu til að vinna, í hvernig ástandi sem þeir eru ?
Ekki að það sé verið að krefjast þess að ég sé að vinna heima hjá mér, ég geri bara það sem ég nenni að gera.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?