<$BlogRSDURL$>

ágúst 07, 2004

Kaupfélagsstjórar 

Í morgun, þar sem ég var á náttsloppnum frammi í eldhúsi að drekka fyrsta kaffibollann, kom rúta í hlaðið hjá mér. Í henni voru kaupfélagsstjórar Íslands á skemmtiferð og höfðu óskað eftir því við bílstjórann að fá að sjá lerkibílastæðið. Þar sem bílstjórinn þekkir okkur og er bara svona sannur sveitamaður, kom hann bara með hópinn án þess að vera nokkuð að tala við okkur fyrst.

En, miðað við fjöldann sem kom út úr rútunni eru kaupfélagsstjórar deyjandi stétt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?