ágúst 09, 2004
Nýju húsgögnin eru komin.
Já, og ekki bara komin, heldur líka búið að setja þau saman og flytja gömlu stólana og borðstofuborðið til Þóru á 8a. Frumburðurinn snaraði þessu lítilræði milli húsanna og notaði tiltölulega fá skref. Þessi húsgögn voru keypt fyrir u.þ.b. 20 árum og bera merki þess að hafa verið notuð sem borðstofuborð, eldhúsborð, skrifborð, smíðaborð og sólpallsborð. Stólarnir voru líka farnir að líta upp á landið. Gestur nokkur, sem reyndar á svolítið erfitt með að sitja kyrr, juðaði einum þeirra í sundur þrisvar sinnum á þeim tíma sem það tók hann að drekka tvo kaffibolla. En hann var nú líka úr Fljótsdalnum.