september 10, 2004
Morgunstund, gefur ...
Ég fékk tölvupóst frá flugfélaginu í gær um 999 kr tilboð á nokkrum sætum á næstunni. Þar kom fram að byrjað yrði að bóka í dag. Þar sem ég þarf suður á fimmtudag, fór ég snemma á fætur og tókst að ná mér í ódýrt flug til Reykjavíkur. Í leiðinni, rétt á meðan ég var að prenta út bókunina, kíkti ég á nokkur blogg og fann nýja sögu frá Carolu tannsmið. Ég kallaði í bóndann sem var að tygja sig í vinnu og las fyrir hann söguna, eða öllu heldur, stundi henni upp milli þess sem ég grét af hlátri. Það hlýtur að vera bráðhollt að byrja daginn í hláturskasti.
Björninn minn kom heim í gærkvöldi og nú tekur alvara lífsins aftur við hjá honum: Skóli og vinna, vakna á morgnana. Best að fara og ýta við honum.
Björninn minn kom heim í gærkvöldi og nú tekur alvara lífsins aftur við hjá honum: Skóli og vinna, vakna á morgnana. Best að fara og ýta við honum.
