október 18, 2005
Flugvöllur og sjúkrahús
Ég heyrði í morgun á leið minni til vinnu, viðtal við mann úr Svarfaðardalnum. Man ekki hvað hann heitir, en hann var m.a. að tala um Reykjavíkurflugvöll og hátæknisjúkrahúsið sem á að fara að reisa í höfuðborginni. Því er valinn staður við Hringbrautina í næsta nágrenni við Vatnsmýrina. Bygging sjúkrahússins verður á kostnað ríkisins og þar með okkar skattborgaranna.
Er það því ekki sanngjörn krafa að það verði eins aðgengilegt ÖLLUM þegnum þessa lands og unnt er ?
Er ekki rétt að spyrða órjúfanlega saman aðalflugvöll innanlandsflugs og aðalsjúkrahús landsins ?
Verði flugvöllurinn fluttur úr Vatnsmýrinni er staðsetning sjúkrahússins orðin kolröng. Verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur, þarf að reisa sjúkrahúsið þar. Einnig verður að koma upp þjónustumiðstöðvum helstu ráðuneyta og stofnana á landsbyggðinni, því ef flugvöllurinn verður færður suður á nes, verður erfitt og umsnúið fyrir landsbyggðarfólk að fljúga til Keflavíkur og aka til Reykjavíkur eftir þessari þjónustu. Skerðing á þjónustu úti á landi hefur verið réttlætt með bættum samgöngum í lofti og á landi, en ef flugvöllurinn verður færður úr Vatnsmýrinni, er sú réttlæting farin veg allrar veraldar.
Það vill gleymast í þessari umræðu að við sem búum úti á landi erum líka skattgreiðendur og eigum sama rétt til þjónustunnar og þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa.
Er það því ekki sanngjörn krafa að það verði eins aðgengilegt ÖLLUM þegnum þessa lands og unnt er ?
Er ekki rétt að spyrða órjúfanlega saman aðalflugvöll innanlandsflugs og aðalsjúkrahús landsins ?
Verði flugvöllurinn fluttur úr Vatnsmýrinni er staðsetning sjúkrahússins orðin kolröng. Verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur, þarf að reisa sjúkrahúsið þar. Einnig verður að koma upp þjónustumiðstöðvum helstu ráðuneyta og stofnana á landsbyggðinni, því ef flugvöllurinn verður færður suður á nes, verður erfitt og umsnúið fyrir landsbyggðarfólk að fljúga til Keflavíkur og aka til Reykjavíkur eftir þessari þjónustu. Skerðing á þjónustu úti á landi hefur verið réttlætt með bættum samgöngum í lofti og á landi, en ef flugvöllurinn verður færður úr Vatnsmýrinni, er sú réttlæting farin veg allrar veraldar.
Það vill gleymast í þessari umræðu að við sem búum úti á landi erum líka skattgreiðendur og eigum sama rétt til þjónustunnar og þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa.