<$BlogRSDURL$>

október 27, 2005

Veðrið 

Svona lítur út á Egilsstöðum í dag. Ég var því ákaflega fegin þegar vinnufélagi minn bauðst til að fara með Fúsa litla í þjónustuskoðun á Reyðarfirði. Hann var að fara að vinna þarna í neðra og gat samræmt þetta tvennt. Mér finnst ekkert skemmtilegt að þvælast á fjallvegum á smábíl í svona veðurlagi.

Vona að ÍR-ingar komist austur. Þeir eiga að mæta Hetti í körfubolta í kvöld og ég ætla að fara og horfa á leikinn. Enn er ekki búið að aflýsa flugi, en þetta lítur ekki sérstaklega vel út þessa stundina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?