apríl 19, 2006
Um karlmennsku og kynþokka
Ég var að lesa á bloggi Rannveigar (Lötu-Grétu) spjall hennar og fyrrverandi barnakennara sem ennþá lifir í þeirr trú að konurnar sem hringdu á Rás 2 og kusu hann sem kynþokkafyllsta karlmanninn þarna um árið, hafi verið að meina þetta ! Það hefði þó átt að vera smá vísbending að vinur hans og brallfélagi fékk líka þó nokkuð mörg atkvæði.
Ég blanda mér hins vegar ekkert í umræðuna um OÍF, né þá niðurstöðu tveggja vitgrannra stúlkna, sem þar að auki mátu karlmenn á sama hátt og hrúta, sem varð gerð heyrinkunn á Þorrablóti Valla og Skóga í febrúar sl.
Og fundargerðarbók HÍF verður ekki látin í hendur á hverjum sem er. Hins vegar stendur til að efna til upplestrarkvölda á hausti komanda, þar sem rifjaður verður upp menningararfur Vallahrepps hins forna og mun bók þessi koma til álita þar, ásamt fundargerðarbókum Vallahrepps hins forna, gestabókum, kirkjubókum og fleira menningarefni.
Ég blanda mér hins vegar ekkert í umræðuna um OÍF, né þá niðurstöðu tveggja vitgrannra stúlkna, sem þar að auki mátu karlmenn á sama hátt og hrúta, sem varð gerð heyrinkunn á Þorrablóti Valla og Skóga í febrúar sl.
Og fundargerðarbók HÍF verður ekki látin í hendur á hverjum sem er. Hins vegar stendur til að efna til upplestrarkvölda á hausti komanda, þar sem rifjaður verður upp menningararfur Vallahrepps hins forna og mun bók þessi koma til álita þar, ásamt fundargerðarbókum Vallahrepps hins forna, gestabókum, kirkjubókum og fleira menningarefni.