ágúst 18, 2006
Ormlaust teiti
Í dag hefst Ormsteiti á Héraði. Það kom hins vegar upp í gær að ormurinn sem fara átti með í langa göngu á opnunardegi þessarar hátíðar, hefur orðið fórnarlamb skemmdarvarga eins og www.austurlandid.is segir frá. Hvort afleiðingin verður sú að Ormsteiti verði ormlaust, eða að ormurinn hinn eini sanni vakni, verður spennandi að sjá. Við ætlum alla vega að hlýða kalli hverfahöfingja vors og mæta í grill í Neðstareitnum í Hallormsstaðaskógi síðdegis í dag. Ég ætla samt ekki að mæta með orm á grillið, heldur eitthvað annað og hversdagslegra.
Veðrið er heldur ekki dónalegt, sól og blíða, sunnan átt og 18 stiga hiti.
Frumburðurinn er kominn í Hafnarfjörðinn og sestur á skólabekk í HR. Björninn ætlar suður um helgina, veit ekki alveg hvenær og ganga til liðs við bróður sinn á skólabekknum. Björninn og Eyjastúlkan eru að ganga frá kaupum á íbúð í Reykjavík þessa dagana, en þangað til þau fá hana afhenta, verða þau að treysta á gestrisni ættingja og vina. Já, ber er hver að baki.....
Veðrið er heldur ekki dónalegt, sól og blíða, sunnan átt og 18 stiga hiti.
Frumburðurinn er kominn í Hafnarfjörðinn og sestur á skólabekk í HR. Björninn ætlar suður um helgina, veit ekki alveg hvenær og ganga til liðs við bróður sinn á skólabekknum. Björninn og Eyjastúlkan eru að ganga frá kaupum á íbúð í Reykjavík þessa dagana, en þangað til þau fá hana afhenta, verða þau að treysta á gestrisni ættingja og vina. Já, ber er hver að baki.....