<$BlogRSDURL$>

október 20, 2006

Samfylking og efnalaug 

Ég skráði mig í Samfylkinguna á netinu um daginn en það lítur helst út fyrir að mér hafi verið hafnað. Ég fæ ekki sendan prófkjörseðil til að ég geti gert það sem var þó megintilgangur þessa verknaðar; að kjósa Jónínu Rós í prófkjörinu.
Einhver sagði mér að skráningin hafi verið "biluð" og ég hafi því hugsanlega "týnst" í kerfinu, en þetta hlýtur að flokkast undir skemmdarverk eða eitthvað enn verra. Kannski eru póstsamgöngurnar svona lélegar, kannski hefur einhver frétt af því að ég skammaðist einu sinni (eða oftar) hraustlega yfir alþingismanni Samfylkingarinnar, án þess að ég ætli að fara nánar út í það. Hvað um það, ég treð mér ekki í félög þar sem ég er ekki talin æskileg og mun því ALDREI gera aðra tilraun til skráningar í þetta félag ef þessi hefur mistekist.

Ég var að tala við vinnufélaga minn áðan sem sagði mér að annar starfsmaður fyrirtækisins væri þessa stundina að vinna í Efnalauginni á Eskifirði. Ég hváði, en fattaði svo skensið. Hann var auðvitað að vinna í sundlauginni á sama stað. Og miðað við þessa frétt er kannski rétt að fara að setja bara upp gasgrímu til öryggis, bæði á Hólmahálsi og Oddsskarði, áður en haldi er niður í "Efnafjörð" !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?