apríl 14, 2003
Í dag er rigning, tiltölulega hlýtt - en rigning !
Ég er farin að hafa áhyggjur af skóginum, þar sem ég er eitt af "skógardýrunum". Ef það kemur slæmt hret, með norðanátt og frosti, má reikna með að allur sá gróður sem kominn er vel af stað verði fyrir heilmiklu áfalli.
Þetta er annars bara einn af þessum mánudögum - frekar dauft yfir öllum, en unnið af miklum krafti. Stress í gangi þar sem á morgun er skiladagur á framvinduskýrslu Rannís og Fjölnir, samstarfsmaður minn, situr þungbrýndur við tölvuna sína og vinnur sleitulaust við að endurgera verkáætlun m.v. nýjar forsendur.
Í tengslum við þessa vinnu erum við farin að planleggja sumarfrí.
- ER LÍFIÐ EKKI DÁSAMLEGT - ég fæ alveg sex vikna sumarfrí ef verkáætlunin okkar gengur eftir !! Hvað er eiginlega langt síðan ég hef tekið almennilegt sumarfrí !!
Ég vil ekki hugsa um það - núna er bara að leggja upp áætlun hvernig ég get fengið bónda minn til að taka sér sumarfrí líka og helst á sama tíma ! Skógræktarmenn eiga frekar erfitt með að taka sér frí á sumrin - en það hlýtur að fara að koma að honum - hann er búinn að vera að hliðra til vegna hinna ár eftir ár og venjulega endað á að taka sér frí í lok ágúst og svo í september og október.
Ætla út að labba á eftir þó það sé lítið gaman að því rigningunni og án félagsskapar vinkonu minnar, sem núna situr sveitt við mastersverkefnið sitt í Reykjavíkinni fyrir sunnan.
Baráttukveðjur til þín, Kristín, þetta er hægt og þú getur þetta !
Þangað til næst ..........
Ég er farin að hafa áhyggjur af skóginum, þar sem ég er eitt af "skógardýrunum". Ef það kemur slæmt hret, með norðanátt og frosti, má reikna með að allur sá gróður sem kominn er vel af stað verði fyrir heilmiklu áfalli.
Þetta er annars bara einn af þessum mánudögum - frekar dauft yfir öllum, en unnið af miklum krafti. Stress í gangi þar sem á morgun er skiladagur á framvinduskýrslu Rannís og Fjölnir, samstarfsmaður minn, situr þungbrýndur við tölvuna sína og vinnur sleitulaust við að endurgera verkáætlun m.v. nýjar forsendur.
Í tengslum við þessa vinnu erum við farin að planleggja sumarfrí.
- ER LÍFIÐ EKKI DÁSAMLEGT - ég fæ alveg sex vikna sumarfrí ef verkáætlunin okkar gengur eftir !! Hvað er eiginlega langt síðan ég hef tekið almennilegt sumarfrí !!
Ég vil ekki hugsa um það - núna er bara að leggja upp áætlun hvernig ég get fengið bónda minn til að taka sér sumarfrí líka og helst á sama tíma ! Skógræktarmenn eiga frekar erfitt með að taka sér frí á sumrin - en það hlýtur að fara að koma að honum - hann er búinn að vera að hliðra til vegna hinna ár eftir ár og venjulega endað á að taka sér frí í lok ágúst og svo í september og október.
Ætla út að labba á eftir þó það sé lítið gaman að því rigningunni og án félagsskapar vinkonu minnar, sem núna situr sveitt við mastersverkefnið sitt í Reykjavíkinni fyrir sunnan.
Baráttukveðjur til þín, Kristín, þetta er hægt og þú getur þetta !
Þangað til næst ..........