<$BlogRSDURL$>

apríl 04, 2003



Þegar ég kom heim í gær fór ég í langan og góðan göngutúr með vinkonu minni. Ég skil eiginlega af hverju ég fer ekki út að labba á hverjum degi !! Það er svo hressandi og umhverfið hérna í skóginum er þannig að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt þó sama leiðin sé gengin aftur og aftur. Félagsskapurinn skiptir líka MIKLU máli.

Þá er kominn föstudagur. Ég ákvað að vera heima og reyna að semja spurningar fyrir lokakeppnina sem verður næsta miðvikudag.

Má til með að grobba mig svolítið. Í gær fór ég inn á vef þar sem hægt er að taka greindarpróf - IQ test - . Og þar sem ég hef gaman af svona prófum, lét ég mig hafa það og var bara nokkuð hress með mig - 131 stig - 70 % mannkyns er milli 70 og 130, þannig að ég var MJÖG SÁTT við útkomuna.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?