<$BlogRSDURL$>

apríl 10, 2003

Þá er spurningakeppninni lokið ! Sigurvegarar urðu kennarar Menntaskólans á Egilsstöðum - tóku þetta með glans. Mikið er ég glöð, þeir ættu þá að geta kennt börnunum okkar eitthvað.

Þessi samkoma tókst ágætlega, ég held að allir hafi verið sáttir, við hefðum gjarnan viljað sjá þarna fleira fólk og ekki síst körfuboltamenn. Þeir hafa alls ekki staðið sig eins vel og þeir hefðu getað.

Í kvöld er svo verið að frumsýna frábært leikrit (vona ég) í Hallormsstaðaskóla. Jón Guðmundsson hefur í mörg ár skrifað leikrit fyrir nemendurna til að sýna á árshátíð og þau hafa oft verið hrein snilld. Ég ætla sko að mæta og ég veit að svo er að um marga aðra - sjáumst !


This page is powered by Blogger. Isn't yours?