<$BlogRSDURL$>

apríl 25, 2003

Þá er sumarið komið og bara við að sumar er nefnt á nafn, lækkar hitastigið um einhverjar gráður. Við búum á Íslandi og getum átt von á snjókomu í öllum mánuðum ársins. þetta er reyndar ekkert svo slæmt, við erum bara orðin svo góðu vön.

Sumardagurinn fyrsti var í gær. Synirnir voru báðir að taka þátt í körfuboltamóti á Egilsstöðum - svokölluðum "götubolta" - sem reyndar fór fram í íþróttahúsinu. Björninn varð ekki sigursæll, enda ekki talinn í hópi þeirra bestu hér um slóðir.

Frumburðurinn, Ingvar

kom heim með gullpening og var bara góður með sig.

Við hjónin erum að hugsa um að bregða okkur til Danmerkur núna í júní. Ég hef verið að skoða á netinu gistimöguleika í kóngsins Kaupinhöfn. Allar góðar ábendingar eru vel þegnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?