apríl 20, 2003
Gleðilega páska !
Í gær héldum við áfram að skemmta okkur með Jöklarannsóknarmönnum í skógarferð. Dagurinn var líka sérstaklega heppilegur til slíkra ferða, sól, hitinn um 20 stig og nánast logn. Gönguferð, sem átti upphaflega að vera í svona klukkutíma, endaði í 3-4 tíma flakki um allan skóg.
Eldri sonurinn lá og svaf fram eftir degi en sá yngri lét sig hafa það að vera á balli fram undir morgun, sofa í klukkutíma og mæta síðan í vinnu kl. 7:00 og vinna til kl. 20. Verður að segjast eins og er að björninn minn var orðinn ansi þreyttur þegar hann kom heim.
Þar sem við sátum síðan og horfðum á Harry Potter, kom frambjóðandi Samfylkingarinnar í heimsókn að reyna að tryggja sér atkvæði okkar í komandi kosningum. Ég held hún hafi ekki verið neitt sérstaklega upprifin yfir viðtökunum, árangurinn varð ekki nema 25%. Hvað maður gerir svo í kjörklefanum er allsendis óráðið - kannski nota ég aðferð bjarnarins, að hafa með sér tening og kasta upp á við hvað hann kýs.
Ættum við kannski að gera teninga að staðalbúnaði í kjörklefum ! Það er alla vega skárri kostur en að láta frambjóðendur syngja í þættinum hjá Gísla Marteini á laugardagskvöldum !!
Í gær héldum við áfram að skemmta okkur með Jöklarannsóknarmönnum í skógarferð. Dagurinn var líka sérstaklega heppilegur til slíkra ferða, sól, hitinn um 20 stig og nánast logn. Gönguferð, sem átti upphaflega að vera í svona klukkutíma, endaði í 3-4 tíma flakki um allan skóg.
Eldri sonurinn lá og svaf fram eftir degi en sá yngri lét sig hafa það að vera á balli fram undir morgun, sofa í klukkutíma og mæta síðan í vinnu kl. 7:00 og vinna til kl. 20. Verður að segjast eins og er að björninn minn var orðinn ansi þreyttur þegar hann kom heim.
Þar sem við sátum síðan og horfðum á Harry Potter, kom frambjóðandi Samfylkingarinnar í heimsókn að reyna að tryggja sér atkvæði okkar í komandi kosningum. Ég held hún hafi ekki verið neitt sérstaklega upprifin yfir viðtökunum, árangurinn varð ekki nema 25%. Hvað maður gerir svo í kjörklefanum er allsendis óráðið - kannski nota ég aðferð bjarnarins, að hafa með sér tening og kasta upp á við hvað hann kýs.
Ættum við kannski að gera teninga að staðalbúnaði í kjörklefum ! Það er alla vega skárri kostur en að láta frambjóðendur syngja í þættinum hjá Gísla Marteini á laugardagskvöldum !!