<$BlogRSDURL$>

apríl 11, 2003

Jæja, þá er kominn föstudagur enn og aftur. Næstu 2 vikur eru alveg ágætar. Ég sé fram á að verða að vinna 4 daga af næstu 16 dögum ! Ekki slæmt ! Ég ætla að taka mér frí næsta miðvikudag og fara á Norðfjörð að hjálpa Laufey systur í fermingarundirbúningi. Það gæti orðið bara reglulega skemmtilegt. Fermingin er á Skírdag og ég reikna með að fara heim þá um kvöldið. Síðan er það móðir mín sem á 75 ára afmæli 22. apríl nk. Þá ætla ég að fara á Norðfjörð aftur, svo fremi að ekki verði bjálaður bylur og ófærð. Ekki að það líti neitt út fyrir byl á þessum sumarlega vetri okkar. Það hefur bara gjarnan fylgt minni ágætu móður að eigi hún stórafmæli fara veðurguðirnir í ham sýna allar sínar verstu hliðar !! Ég ætla að minnsta kosti að gera allar ráðstafanir miðað við þetta.

Ég var að ræða um frið við ágæta vinkonu mína um daginn ! Frið í þeim skilningi að "fá aldrei frið" - þá datt mér eitthvað þessu líkt í hug:

Friður

Ég hef leitað hans en ekki fundið,
leitað með ljósi en fundið bara myrkur.

Reynt að búa hann til en mistekist.
Reynt að kaupa en fengið svikna vöru.

Komist að því að eina leiðin
er að eiga hann innra með sér.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?