apríl 09, 2003
Jæja, komin í vinnuna eftir að vera búin að pakka niður fyrir daginn. Það er svona þegar vegalengdin milli heimilis og vinnustaðar er þetta löng. Ég þarf að taka með mér föt fyrir kvöldið, spurningakeppnina, sundföt og græjur svo ég geti farið og hreyft mig aðeins. Þetta er heilmikið skipulag á hverjum degi, ef eitthvað þarf að gera annað en bara vinna.
Gærdagurinn fór í Héraðsskóga, kortagerðarskoðun og greiningu á þeim aðgerðum sem þar þarf að framkvæma. Þetta er ákaflega ruglandi - erfitt að gera greinarmun á notendum og þörfum. Meira um það síðar.
Nú er að fara að vinna, vinna, og vinna !!!
Gærdagurinn fór í Héraðsskóga, kortagerðarskoðun og greiningu á þeim aðgerðum sem þar þarf að framkvæma. Þetta er ákaflega ruglandi - erfitt að gera greinarmun á notendum og þörfum. Meira um það síðar.
Nú er að fara að vinna, vinna, og vinna !!!