apríl 13, 2003
Jæja þá, sunnudagur, sól og blíða og bara vor í lofti. Ég var svo bjartsýn í morgun þegar ég kom fram á náttsloppnum, berfætt og nývöknuð og leit út um gluggann að ég dreif mig út á pallinn minn. Stoppaði ekki lengi því að vera berfætt á hvíthéluðum pallinum er mjög fljótleg aðferð til að vekja mann upp af einhverjum draumum um sól og sumar. En hann verður rosalega góður í sumar þessi pallur. Við byggðum hann í fyrra í einhverri skyndihugdettu rétt áður en við skutluðumst norður á Akureyri til að halda upp á 25 ára stúdentsafmæli mitt.
Sumarið í fyrra bauð ekki upp á marga góða daga en pallurinn nýttist samt vel, enda í skjóli fyrir norðanáttinni og sólar nýtur þar frá því um 10 á morgnana og fram á kvöld.
Veðrið er annars búið að vera hreint frábært í dag - sólskin og blíða, sunnanáttin í sínu besta skapi.
Við hjónin fórum í heimsókn til tengdaforeldra minna, bóndinn vopnaður græjum til að klippa limgerði fyrir foreldra sína og ég með snúrur og fleira dót til að tengja tölvugarminn við Internetið fyrir tengdapabba. Hann er svo ofboðslega pólitískur að það er ekki alveg NORMAL. Nú undanfarið hefur það farið mest í taugarnar á honum að geta ekki komist á netið að skoða "hverjir eru úti og hverjir inni".
En limgerðið var klippt, tölvan tengd og við erum komin aftur í skóginn okkar á Hallormsstað þar sem öll dýrin eru vinir :-)
Sumarið í fyrra bauð ekki upp á marga góða daga en pallurinn nýttist samt vel, enda í skjóli fyrir norðanáttinni og sólar nýtur þar frá því um 10 á morgnana og fram á kvöld.
Veðrið er annars búið að vera hreint frábært í dag - sólskin og blíða, sunnanáttin í sínu besta skapi.
Við hjónin fórum í heimsókn til tengdaforeldra minna, bóndinn vopnaður græjum til að klippa limgerði fyrir foreldra sína og ég með snúrur og fleira dót til að tengja tölvugarminn við Internetið fyrir tengdapabba. Hann er svo ofboðslega pólitískur að það er ekki alveg NORMAL. Nú undanfarið hefur það farið mest í taugarnar á honum að geta ekki komist á netið að skoða "hverjir eru úti og hverjir inni".
En limgerðið var klippt, tölvan tengd og við erum komin aftur í skóginn okkar á Hallormsstað þar sem öll dýrin eru vinir :-)