<$BlogRSDURL$>

apríl 16, 2003

Komin heim til föðurhúsanna á Kirkjumel - eyddi deginum með systur minni og ýmsum fleirum í skreytingingum og öðrum fermingarundirbúningi. Bara gaman að því. Annars var tilfinningin að koma á Norðfjörð sú að mig langaði að labba út í Urðir eða fara út á sjó, eins og maður hefði gert í svona veðri í gamla daga. Nostalgían stóð ekki lengi - sem betur fer.
Kom við hjá Einsa bróður á leiðinni heim , fékk mér 1-2 páskabjóra og við tókum smá spjall um lífið pg tilveruna. Frábær gaur hann litli bróðir minn. Hann er einhverjum 20 cm hærri en ég en samt er hann litli bróðir minn.

Meira síðar ....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?