<$BlogRSDURL$>

apríl 12, 2003

Laugardagur, veðrið meinlaust, 5 - 6 stiga hiti, logn og hálfgerð súld. Bóndinn farinn á fund og eldri sonurinn í vinnu. Mín bíður hús sem ekki hefur verið tekið til í nokkra daga, þvottur sem búinn er að safnast upp síðan um síðustu helgi. Ég er samt ekkert ósátt við þetta - það liggur við að það sé orðin tilbreyting í því að vera heima og taka til.
(Fyrir nokkrum árum hefði mér alls ekki dottið í hug að láta svona út úr mér).
Ég ætla svo út í skóg á eftir að klippa greinar sem síðan verða settar í vatn og látnar lifna og verða notaðar í skreytingar í fermingarveislu frænku minnar, hennar Vilborgar.
Ég hlakka til að fara að fást við þennan fermingarundirbúning. Svona skreytingadæmi er ótrúlega skemmtilegt - minnsta kosti ef maður hefur nógan tíma til að dúlla við þetta.

Best að drífa sig.

Já, þá dettur mér í hug: Hvernig fyndist ykkur að heita Drífa og vera Sigurðardóttir - kölluð Drífa Sig !!! :-)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?