apríl 27, 2003
Nú er bara kominn vetur !! Norðan bál og snjóhraglandi, vægast sagt leiðindaveður. Og auðvitað þurfti björninn minn að skreppa á ball á Seyðisfjörð í kvöld ! Ég er svoddan ungamamma (er mér sagt) að ég er ekki í rónni þegar þessir pjakkar sem þykjast vera fullfærir um að bjarga sér eru að þvælast um í svona veðri og færð yfir fjallvegi. Það eina sem hægt er að gera er að vona að þeir hafi vit á að vera ekki að þvælast af stað yfir heiðina eftir ball, heldur reyni að koma sér í húsaskjól í neðra og bíða morguns. Nætursvefninn verður heldur stopull hjá mér í nótt af þessum sökum.
Dagurinn í dag varð töluvert öðruvísi en við mátti búast. Bóndinn var búinn að segja mér að vinur hans hefði beðið sig að fella örfá aspartré í garðinum hans á Egilsstöðum. Skyggðu aspirnar orðið á sólpallinn og greinarnar lömdust í hús nágrannans. Nú var sem sagt ákveðið að skógarhöggsmaðurinn = bóndinn færi snögga ferð í þetta verkefni og kæmi einnig við á öðrum stað í bænum og felldi 2-3 stór grenitré, skemmd eftir áhlaup fyrri ára. Ég ætlaði ekkert að blanda mér í þetta en var beðin að koma og taka nokkrar myndir svona sem heimildir. Ég fór á staðinn klukkutíma á eftir skógarhöggsmanninum og brá aðeins í brún þegar ég kom á staðinn. Þetta var ekki bara eitt eða tvö tré, heldur alls 9 stykki af 12-14 m háum öspum, hreinlega VEGGUR. Og dagurinn fór í skógarhögg. Í valinn féllu 9 aspir og tvö grenitré - bolirnir hafa örugglega verið um 500 -1000 kg á þyngd hver um sig og grenitrén örugglega þyngri.
Ég ljósmyndaði allt þetta í bak og fyrir og hér er eitt sýnishorn:
Í þessum orðum drattaðist björninn heim, dálítið rykaður en annars heill á húfi og ég get farið að sofa - Góða nótt !
Dagurinn í dag varð töluvert öðruvísi en við mátti búast. Bóndinn var búinn að segja mér að vinur hans hefði beðið sig að fella örfá aspartré í garðinum hans á Egilsstöðum. Skyggðu aspirnar orðið á sólpallinn og greinarnar lömdust í hús nágrannans. Nú var sem sagt ákveðið að skógarhöggsmaðurinn = bóndinn færi snögga ferð í þetta verkefni og kæmi einnig við á öðrum stað í bænum og felldi 2-3 stór grenitré, skemmd eftir áhlaup fyrri ára. Ég ætlaði ekkert að blanda mér í þetta en var beðin að koma og taka nokkrar myndir svona sem heimildir. Ég fór á staðinn klukkutíma á eftir skógarhöggsmanninum og brá aðeins í brún þegar ég kom á staðinn. Þetta var ekki bara eitt eða tvö tré, heldur alls 9 stykki af 12-14 m háum öspum, hreinlega VEGGUR. Og dagurinn fór í skógarhögg. Í valinn féllu 9 aspir og tvö grenitré - bolirnir hafa örugglega verið um 500 -1000 kg á þyngd hver um sig og grenitrén örugglega þyngri.
Ég ljósmyndaði allt þetta í bak og fyrir og hér er eitt sýnishorn:
Í þessum orðum drattaðist björninn heim, dálítið rykaður en annars heill á húfi og ég get farið að sofa - Góða nótt !