apríl 23, 2003
Svona líður tíminn - frá páskadegi, sem ég notaði í að gera nánast ekki neitt, dormaði heima fram eftir degi, fór svo í langa skógargöngu - EIN - og hugsaði margt. Það er hvergi betra að hugsa en í einrúmi úti í skógi.
Í gær var svo afmæli móður minnar - hún varð 75 ára. Við fórum á Norðfjörð um hádegi, ég, bóndinn og björninn - frumburðurinn var að vinna og komst ekki. Dagurinn leið síðan við tertuát, spjall við allt mögulegt fólk sem kom við hjá henni í tilefni dagsins. Ágætur dagur og ég held hún hafi verið mjög ánægð. Þegar við fórum af stað heim um hálftíu í gærkvöldi var ennþá fullt af fólki og mikið fjör. Kunningjar hennar úr félagi eldri borgara voru mættir á svæðið og ég komst að því þegar ég var að kjafta við kellurnar að þar blómstrar aldeilis ástalífið rétt eins og hjá unglingunum. Þeim varð tíðrætt um ekkjumanninn sem fór með þeim á Hótel Örk um daginn og á þessum fimm dögum var hann búinn að ná sér í a.m.k. tvær kellur. Bráðhuggulegur karl, rétt rúmlega sjötugur, sögðu þær. Já, það er greinilega bara gaman hjá þeim !!
Nú er hversdagsleikinn tekinn við aftur, reyndar frí á morgun, en allt að færst í eðlilegt horf, meira að segja veðrið - meira síðar.....
Í gær var svo afmæli móður minnar - hún varð 75 ára. Við fórum á Norðfjörð um hádegi, ég, bóndinn og björninn - frumburðurinn var að vinna og komst ekki. Dagurinn leið síðan við tertuát, spjall við allt mögulegt fólk sem kom við hjá henni í tilefni dagsins. Ágætur dagur og ég held hún hafi verið mjög ánægð. Þegar við fórum af stað heim um hálftíu í gærkvöldi var ennþá fullt af fólki og mikið fjör. Kunningjar hennar úr félagi eldri borgara voru mættir á svæðið og ég komst að því þegar ég var að kjafta við kellurnar að þar blómstrar aldeilis ástalífið rétt eins og hjá unglingunum. Þeim varð tíðrætt um ekkjumanninn sem fór með þeim á Hótel Örk um daginn og á þessum fimm dögum var hann búinn að ná sér í a.m.k. tvær kellur. Bráðhuggulegur karl, rétt rúmlega sjötugur, sögðu þær. Já, það er greinilega bara gaman hjá þeim !!
Nú er hversdagsleikinn tekinn við aftur, reyndar frí á morgun, en allt að færst í eðlilegt horf, meira að segja veðrið - meira síðar.....