maí 06, 2003
Ég er búin að vera löt að blogga núna undanfarið. Ástæða ? Þarf einhverja ástæðu til - kannski ekki.
Ég lenti um helgina í teiti hjá Verkstjórafélagi Austurlands, þar sem bóndinn er félagi. Þetta félag er virkara en mörg önnur að því leyti að árlega er haldinn aðalfundur, öllum boðið til kvöldverðar og makarnir fá alveg sérstaka meðferð. Ég hef stundum mætt í kvöldverðinn en fór í fyrsta skipti í makaprógrammið núna. Það var óvissuferð með Svenna. Við fórum út í Hróarstungu, skoðuðum gamla bæinn á Galtastöðum fram - sem er eitt best varðveitta torfhús sem ég hef séð, og líka eitt best varðveitta leyndarmál okkar Héraðsmanna. Það stendur bara þarna og getur ekki annað.
Næsta stopp var svo á Kirkjubæ - þar sem aftur á móti er dæmi um mjög vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi.
Svo var haldið til kvöldverðar á Hótel Svartaskógi. Góður matur, lambakjöt, kryddað með blóðbergi, birki og fleiri jurtum úr umhverfinu - virkilega góður matur.
Þar var síðan gleði og glaumur fram eftir kvöldi.
Það var þungu fargi létt af birninum mínum, sem er búinn að sitja linnulaust yfir stærðfræðinni síðan á föstudag. Hann fékk vinnu í sumar og einmitt það sem var efst á óskalistanum. Vinna hjá Héraðsverki í alls kyns snatti, mælingum og skófluvinnu. Draumurinn er samt að fá að vinna á gröfum eða öðrum vinnuvélum. Vonandi gengur það upp hjá honum. Menn eru jú búnir að leggja á sig langt og mikið námskeið - og þá var ekki verið að skríða gegnum próf með 5,5 !!
Ég lenti um helgina í teiti hjá Verkstjórafélagi Austurlands, þar sem bóndinn er félagi. Þetta félag er virkara en mörg önnur að því leyti að árlega er haldinn aðalfundur, öllum boðið til kvöldverðar og makarnir fá alveg sérstaka meðferð. Ég hef stundum mætt í kvöldverðinn en fór í fyrsta skipti í makaprógrammið núna. Það var óvissuferð með Svenna. Við fórum út í Hróarstungu, skoðuðum gamla bæinn á Galtastöðum fram - sem er eitt best varðveitta torfhús sem ég hef séð, og líka eitt best varðveitta leyndarmál okkar Héraðsmanna. Það stendur bara þarna og getur ekki annað.
Næsta stopp var svo á Kirkjubæ - þar sem aftur á móti er dæmi um mjög vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi.
Svo var haldið til kvöldverðar á Hótel Svartaskógi. Góður matur, lambakjöt, kryddað með blóðbergi, birki og fleiri jurtum úr umhverfinu - virkilega góður matur.
Þar var síðan gleði og glaumur fram eftir kvöldi.
Það var þungu fargi létt af birninum mínum, sem er búinn að sitja linnulaust yfir stærðfræðinni síðan á föstudag. Hann fékk vinnu í sumar og einmitt það sem var efst á óskalistanum. Vinna hjá Héraðsverki í alls kyns snatti, mælingum og skófluvinnu. Draumurinn er samt að fá að vinna á gröfum eða öðrum vinnuvélum. Vonandi gengur það upp hjá honum. Menn eru jú búnir að leggja á sig langt og mikið námskeið - og þá var ekki verið að skríða gegnum próf með 5,5 !!