maí 22, 2003
Ég var að hugsa um það á leiðinni í vinnuna áðan hvað nýir hlutir eru fljótir að verða hversdagslegir. Fyrir örfáum dögum sá ég tvo bíla á ferð með hús á pallinum. Ég sneri mér við til að horfa á þetta, frekar óvenjulegt að sjá svona flutning. Í morgun, á leið í vinnuna, á þessum 27 km spotta, mætti ég þremur húsum og fannst ekkert merkilegt við það. Í gluggunum voru meira að segja gluggatjöld. Miðað við öll þau hús sem verið er að flytja hér í gegn og upp á heiði, styttist í að á Fljótsdalsheiði rísi nokkur hundruð manna byggð.
Grenisalda, þar sem reistur var skáli um eða upp úr 1970, er löngu orðið fast kennileiti hjá mönnum. Núna er rekið þar mötuneyti fyrir verktaka sem vinna að uppbyggingu vegarins inn á heiðina. Einar í Mýnesi, sem var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, fyrir ýmissa hluta sakir, bjó í þessum skála svo lengi að menn kölluð hann "Einar á öldunni". Nafnið á Grenisöldu skýrir sig sjálft, en gaman væri að vita hvenær það breyttist úr því að vera örnefni sem aðeins var til í samtölum milli manna í að vera skráð á kort og viðurkennt sem slíkt.
Björninn minn er að vinna þarna inn frá núna og ég heyri hann tala um örnefni sem eru að festast í máli manna - ekki öll jafn gáfuleg.
Dæmi: Norðausturfellið, Bessa og Búkolluhóll svo einhver séu nefnd.
Þetta eru svona "tímabundin örnefni". Stundum festast þau, stundum ekki. Eitt dæmi um slíkt er Bergsbeygja í Hallormsstaðaskógi. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði vegagerðarmann tala um þessa beygju nýlega og notaði þetta orð. Ég veit nefnilega að sumarið 1983 þegar Finnur Karlsson, núverandi kennari við ME, stundaði vinnu á Hallormsstað, mætti hann á hverjum morgni Bergi nokkrum, sem þá var nýlega tekinn saman við stúlku sem bjó á Hallormsstað. Finnur tók upp á því að kalla beygjuna Bergsbeygju og var fyrst og fremst að stríða viðkomandi einstaklingum. Svona verða nú örnefni til - Bergur kvæntist stúlkunni - þau eignuðust börn og buru, en skildu síðan fyrir nokkrum árum. Örnefnið lifði lengur en hjónabandið.
Grenisalda, þar sem reistur var skáli um eða upp úr 1970, er löngu orðið fast kennileiti hjá mönnum. Núna er rekið þar mötuneyti fyrir verktaka sem vinna að uppbyggingu vegarins inn á heiðina. Einar í Mýnesi, sem var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, fyrir ýmissa hluta sakir, bjó í þessum skála svo lengi að menn kölluð hann "Einar á öldunni". Nafnið á Grenisöldu skýrir sig sjálft, en gaman væri að vita hvenær það breyttist úr því að vera örnefni sem aðeins var til í samtölum milli manna í að vera skráð á kort og viðurkennt sem slíkt.
Björninn minn er að vinna þarna inn frá núna og ég heyri hann tala um örnefni sem eru að festast í máli manna - ekki öll jafn gáfuleg.
Dæmi: Norðausturfellið, Bessa og Búkolluhóll svo einhver séu nefnd.
Þetta eru svona "tímabundin örnefni". Stundum festast þau, stundum ekki. Eitt dæmi um slíkt er Bergsbeygja í Hallormsstaðaskógi. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði vegagerðarmann tala um þessa beygju nýlega og notaði þetta orð. Ég veit nefnilega að sumarið 1983 þegar Finnur Karlsson, núverandi kennari við ME, stundaði vinnu á Hallormsstað, mætti hann á hverjum morgni Bergi nokkrum, sem þá var nýlega tekinn saman við stúlku sem bjó á Hallormsstað. Finnur tók upp á því að kalla beygjuna Bergsbeygju og var fyrst og fremst að stríða viðkomandi einstaklingum. Svona verða nú örnefni til - Bergur kvæntist stúlkunni - þau eignuðust börn og buru, en skildu síðan fyrir nokkrum árum. Örnefnið lifði lengur en hjónabandið.