<$BlogRSDURL$>

maí 19, 2003

Ég var að setja teljara inn á síðuna mína. Veit svo sem ekki til hvers, bara rétt til að sýnast. Ætla samt ekki að gera eins og einn vinur minn - hann "Refresh"- aði síðuna 10 sinnum á dag því það væri svo kauðalegt að halda úti heimasíðu sem enginn skoðaði. Betra að svindla aðeins en að láta "engan" sjá að "enginn " skoðaði síðuna !!

Ég er ekki alveg nógu hress með veðrið um helgina, það rigndi og og lét öllum illum látum - átti ekki að vera komið sumar ? Bóndinn sagði að þetta stefndi í rigningasumar, en þá getum við alveg eins sagt að sl. vetur hafi verið snjóavetur - það snjóaði jú a.m.k. þrjá daga samfleytt einu sinni eða tvisvar. Sumir eru bara alltaf hæfilega bjartsýnir !!

Svo er það Eurovision-lögin ! Synir mínir eru með "bara horfa, ekki hlusta" mat á keppendum. Þeir leyfa mér náðarsamlegast að taka þátt. Það skásta sem ég hef séð er súkkulaðidrengur frá Kýpur, en miðað við myndatökuna er hann sennilega rétt um 1.60 á hæð. Algjör stubbur, sem sagt. ( Í minni fjölskyldu eru stubbamörkin við 1.80 m.)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?