maí 16, 2003
Í gærkvöldi fór ég í göngutúr, einu sinni sem oftar. Gunnar vinur minn, 8 ára, slóst í för með mér. Hann er hugsandi drengur og ýmislegt skemmtilegt datt upp úr honum á þessari ferð okkar. Hann sagði mér m.a. að hann hefði farið að skoða nýju ferjuna - Norröna - á Seyðisfirði. Hann vildi meina að skipið væri svo stórt að hann og pabbi hans hefðu villst, labbað fram og til baka og aldrei ætlað að finna leiðina út. Hann taldi alls ekki ráðlegt að ég færi í siglingu með skipinu, a.m.k. ekki nema hafa reyndan leiðsögumann (t.d. hann sjálfan).
Við vorum líka að velta fyrir okkur ýmsu, t.d. hvernig Fljótið hefði orðið til, hvort ormurinn væri þarna niðri einhvers staðar og hvað við ættum til bragðs að taka ef hann birtist nú allt í einu. Ég vissi ekki svörin við því en hvort það var út af þessum vangaveltum eða einhverju öðru ákváðum við að fara í gegnum skóginn til baka.
Það er alveg sérstaklega gaman að hafa börn með sér í svona göngutúrum. Þau líta hlutina alltaf dálítið öðrum augum en við þessi sem erum orðin aðeins eldri og okkur er það mjög hollt að fá aðeins innsýn í þeirra hugarheim.
Aðeins um Fallvald - hver gæti vitað um afdrif hans?
Við vorum líka að velta fyrir okkur ýmsu, t.d. hvernig Fljótið hefði orðið til, hvort ormurinn væri þarna niðri einhvers staðar og hvað við ættum til bragðs að taka ef hann birtist nú allt í einu. Ég vissi ekki svörin við því en hvort það var út af þessum vangaveltum eða einhverju öðru ákváðum við að fara í gegnum skóginn til baka.
Það er alveg sérstaklega gaman að hafa börn með sér í svona göngutúrum. Þau líta hlutina alltaf dálítið öðrum augum en við þessi sem erum orðin aðeins eldri og okkur er það mjög hollt að fá aðeins innsýn í þeirra hugarheim.
Aðeins um Fallvald - hver gæti vitað um afdrif hans?