maí 15, 2003
Jæja, þá er ég búin að skjótast á Akureyri og ljúka mínum málum þar og komin í vinnuna aftur. Einkennilegt hvað maður er viðkvæmur fyrir þessum bæ. "Það er búið að breyta öllu" !! - syndrómið gerir vart við sig svo um munar. Næstum eins og þegar maður kemur heim til mömmu og hún er búin að henda einhverjum hlut sem alltaf hefur verið til.
Ég var að flakka svolítið um bæinn og sveið í hjartað við að sjá að
Ég var að flakka svolítið um bæinn og sveið í hjartað við að sjá að
- Stefánstúnið er komið undir Stúdentagarða
- Stjáni Júl að opna nýtt hverfi á Suðurbrekkunni þar sem hægt var að fara í lautartúra á vorin - taka með sér nesti og bók og fá algjöran frið frá öllu sem hét skóli
- Höefners-bryggjan á sínum stað en skólaskektan Fallvaldur hvergi sjáanlegur. Hvað skyldi hafa orðið af þeim góða grip ?-
Er þetta ekki það sem kallað er nostalgía ?
En samgöngurnar hafa breyst á þessum 25-30 árum - það var ekki inni í myndinni að skreppa í dagsferð milli Egilsstaða og Akureyrar þá. Mátti gott heita ef maður komst heim um jól og páska.