<$BlogRSDURL$>

maí 12, 2003

Mánudagur til mæðu - það snjóaði í dag, ekki á kjördag eins og hélt að yrði raunin, heldur í dag.

Það er alveg segin saga, ef ég tek nagladekkin undan bílnum mínum, (nagladekk er nú reyndar ofsögum sagt, ekki nokkur nagli eftir í þessum druslum) þá fer að snjóa. Sama gerist á haustin - svona um það leyti sem ég gefst upp á að dansa tangó á bílnum mínum á leið úr og í vinnu (sem eru 27 km hvora leið) - og set nagladekkin undir - þá gerist annað tveggja, á brestur langur hlýindakafli sem hreinsar alla hálku sem dögg fyrir sólu eða það snjóar svo hressilega að bíldruslan kemst ekki spönn frá rassi hvort eð er.
Ég vona bara að það hlýni til morguns því ég þarf að skreppa norður á Akureyri og nenni ekki að standa í einhverju brasi. Viil bara geta keyrt á mínum litla hvíta bíl án verulegra vandræða. Vona bara hið besta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?