<$BlogRSDURL$>

maí 09, 2003

Á morgun eru kosningar. Björninn minn, sem náði því takmarki að verða 18 ára í mars sl., er mikið að velta fyrir sé hvernig hann eigi að eyða atkvæðinu sínu. Ein hugmyndin var að taka með sér tening í kjörklefann, önnur að fara á kosningaskrifstofurnar og láta ráðast af móttökunum hver yrði fyrir valinu, kjósa Samfylkinguna til að gleðja afa sinn og svo mætti lengi telja. Hann hefur undanfarna daga fengið bréf, undirrituð af forkólfum framboðanna - þar sem honum er sagt hvers vegna hann eigi að kjósa þennan eða hinn. Í gærkvöldi þegar hann var orðinn svo leiður á efnafræðinni sem hann var að lesa, fór hann að glugga í póstinn sinn. Þá kom hjá honum:" PÞÖ !! " með mikilli fyrirlitningu. "Þessi Davíð Oddsson, hann lætur aðra skrifa bréfin fyrir sig, gerir bækling um það sem allir hinir ætla að gera "vitlaust" ef þeir komast til valda en segir ekki orð um hvað hann vill gera. Ég kýs EKKI þennan flokk ! "

Hann er ekki svo galinn strákurinn - eftir allt saman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?