maí 26, 2003
Og þá er kominn mánudagur eftir Eurovision. Ég fór með bónda mínum á ráðstefnu á Selfossi um helgina, flaug suður á föstudagsmorgun, bílaleigubíll á Selfoss og þar inn á hótel. Var síðan að vinna e.h. - hitti Skógarmenn á suðurlandi til að fá hjá þeim upplýsingar varðandi verkefnið sem ég er að vinna í. Um kvöldið var svo grillveisla og gaman, ekkert samt óhóflegt, menn áttu jú að mæta á fundi kl. 9 um morguninn.
Það er síðan skemmst frá því ð segja að lengra varð gamanið ekki hjá mér. Á laugardagsmorguninn svaf ég fram undir 10, fór þá í sturtu og lét fara vel um mig uppi á herbergi, meðan bóndinn sat á fundi. Rétt fyrir hádegið upphófust svo ósköpin, ég ældi eins og múkki, var í keng það sem eftir var dagsins, hélt ekki neinu niðri og eyddi þess vegna kvöldinu uppi í rúmi fyrir framan sjónvarpið - ekkert partý hjá mér. Ég er enn ekki búin að jafna í maganum, svo ef nokkur glös af rauðvíni og 2-3 bjórar hafa orðið þessi áhrif þá er ég hætt að drekka "punktur". Birgitta stóð sig vel og Alf sá austurríski líka -. Ég hef reyndar heyrt menn segja að hann minni á ágætan Íslending, sem heitir Ólafur Arnalds. Ég held það sé bara vitleysa, hann á bara svipaða húfu og Óli.
Það er síðan skemmst frá því ð segja að lengra varð gamanið ekki hjá mér. Á laugardagsmorguninn svaf ég fram undir 10, fór þá í sturtu og lét fara vel um mig uppi á herbergi, meðan bóndinn sat á fundi. Rétt fyrir hádegið upphófust svo ósköpin, ég ældi eins og múkki, var í keng það sem eftir var dagsins, hélt ekki neinu niðri og eyddi þess vegna kvöldinu uppi í rúmi fyrir framan sjónvarpið - ekkert partý hjá mér. Ég er enn ekki búin að jafna í maganum, svo ef nokkur glös af rauðvíni og 2-3 bjórar hafa orðið þessi áhrif þá er ég hætt að drekka "punktur". Birgitta stóð sig vel og Alf sá austurríski líka -. Ég hef reyndar heyrt menn segja að hann minni á ágætan Íslending, sem heitir Ólafur Arnalds. Ég held það sé bara vitleysa, hann á bara svipaða húfu og Óli.