maí 21, 2003
Það urðu heilmiklar mræður um grill hérna í vinnunni hjá mér í gær, eftir að uppskriftin að bjórdollukjúklingnum kom á blogginu hennar Nönnu. Við erum að plana sameiginlegt grill og þessi uppskrift kemur örugglega til álita.
Björninn minn var að fara í partý um síðustu helgi þar sem allir áttu að koma með eitthvað til að grilla og líka einhverja matartegund sem ekki hentaði á grillið. Hann fór með tvennt (fyrir utan kjötið), annars vegar íspinna - svona grænan hlunk, þið vitið og svo spaghetti. Hann sagði að ísinn hefði verið grillaður, settur inn í banana í staðinn fyrir súkkulaðið, en enginn hefði fundið neina aðferð til að grilla Spaghetti-lengjurnar.
Hugmyndirnar sem þessir pjakkar fá. Þetta voru þeir að skemmta sér við um síðustu helgi, í skítakulda úti í skógi að grilla eitthvað nógu fáránlegt.
Björninn minn var að fara í partý um síðustu helgi þar sem allir áttu að koma með eitthvað til að grilla og líka einhverja matartegund sem ekki hentaði á grillið. Hann fór með tvennt (fyrir utan kjötið), annars vegar íspinna - svona grænan hlunk, þið vitið og svo spaghetti. Hann sagði að ísinn hefði verið grillaður, settur inn í banana í staðinn fyrir súkkulaðið, en enginn hefði fundið neina aðferð til að grilla Spaghetti-lengjurnar.
Hugmyndirnar sem þessir pjakkar fá. Þetta voru þeir að skemmta sér við um síðustu helgi, í skítakulda úti í skógi að grilla eitthvað nógu fáránlegt.