<$BlogRSDURL$>

júní 05, 2003

Í dag, 4. júní varð litli bróðir minn 41 árs ! Hvað segir það um mig ? Það finnst samt mörgum skrýtið þegar ég kalla hann litla bróður minn, því hann er um 2 metrana eins og fleiri í minni fjölskyldu. Það breytir því þó ekki að hann er yngri en ég þó hann sé bæði stærri og gráhærðari en ég.
Þetta með gráa hárið er annars mjög afstætt. Minn eðlilegi háralitur t.d. til í flösku á hárgreiðslustofu og það hvarflar ekki að mér að láta hann verða ónýtan þar. Ég bara viðurkenni staðreyndir og fer reglulega í endurnýjun háralitar.

En, ég var að tala um litla bróður minn sem er stór maður. Fyrir mér er hann alltaf litli bróðir minn, sá sem alltaf var hægt að láta snúast fyrir sig og var aldrei ánægðari en ef maður gat látið hann halda á einhverju sem var svo stórt eða þungt að hann gat varla valdið því. Mjólkurbrúsinn, 5 lítra, fullur af mjólk, með mjóu handfangi sem skarst inn í hendurnar á manni. Hann var ekki orðinn sex ára þegar hann var farinn að rogast með hann þennan kílómeter utan úr Miðbæ. Þá brosti minn út að eyrum.

Hann hefur ekkert breytst, núna eru það annars konar verkefni sem við er glímt, en því erfiðari því betra. Til hamingju með daginn Einsi minn !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?