júní 01, 2003
Í dag er sjómannadagur - til skamms tíma var þetta dagur sem maður hlakkaði til allt vorið. Sem barn á Norðfirði var skemmtilegast að fara og horfa á kappróðurinn á laugardegi, fara í siglingu á sunnudagsmorgni og síðan að horfa á koddaslag og reiptog við sundlaugina síðdegis. Þegar kom fram á unglingsárin var skemmtilegast að taka þátt í þessu - keppa í róðri, fara út á rennblautar spírur sem lagðar voru yfir sundlaugina og gera sitt besta til að lemja andstæðinginn niður með svartri gúmmíblöðru. Mig minnir að ég hafi einhvern tím anáð að lemja einhvern niður, en aldrei tókst mér að snúa við og koma mér á þurrt aftur, sem var skilyrðið fyrir frekari þátttöku. Svo var auðvitað sjómannadagsballið alltaf skemmtilegt.
Nú orði nenni ég ekki að fara á Norðfjörð á sjómannadaginn, a.m.k. ekki þegar veðrið er eins og í dag, rigning og þoka niður í miðjar hlíðar.
Óska bara öllum sjómönnum til hamingju með daginn.
Nú orði nenni ég ekki að fara á Norðfjörð á sjómannadaginn, a.m.k. ekki þegar veðrið er eins og í dag, rigning og þoka niður í miðjar hlíðar.
Óska bara öllum sjómönnum til hamingju með daginn.