júní 22, 2003
Það er alltaf gaman að taka smá rispu í garðinum heima hjá sér. Ég er lítið gefin fyrir svona blómadúll og arfareitingu, en fæ því meira út úr stærri framkvæmdum. Byrjaði í morgun, meðan bóndinn var að syngja við messu, risti burtu gras af einhverjum 8-10 fermetrum, gróf niður á möl og keyrði öllu saman burt í hjólbörum. Bóndinn tók svo til hendinni þegar hann hafði sungið fyrir sálu sinni og saman fluttum við einhverjar 60 hellur, mokuðum nokkrum hjólbörum af möl og sandi í áður grafna holu og eigum síðan framhaldið eftir á morgun. Sem sé að helluleggja svæðið og síðan að gera smá lagfæringar kringum pallinn.
Næst verður síðan byrjað á verkfæraskúrnum. Það er búið að ákveða staðinn, nokkurnvegin búið að hanna undirstöðuna en síðan verður bara unnið eftir efnum og ástæðum. Meiningin er að nota heimafengið efni. Til hvers er að búa í skógi ef maður getur ekki fengið spýtur í svona smá kofa ? Frumburðurinn, sem starfar í Húsasmiðjunni, var yfirheyrður um hvað fengist af því efni sem þarf að afla utan skógar, s.s. nöglum og tjörupappa. og svo er bara að sjá til hvernig framkvæmdirnar ganga.
Núna ætla ég í heitt bað, því bakið er eitthvað að mótmæla, og vona svo að það verði gott veður á morgun svo við getum komið hellunum á sinn stað.
Þið saumaklúbbskonur sem lesið bloggið mitt - var ekki gaman hjá ykkur á Birkiteignum ?
Næst verður síðan byrjað á verkfæraskúrnum. Það er búið að ákveða staðinn, nokkurnvegin búið að hanna undirstöðuna en síðan verður bara unnið eftir efnum og ástæðum. Meiningin er að nota heimafengið efni. Til hvers er að búa í skógi ef maður getur ekki fengið spýtur í svona smá kofa ? Frumburðurinn, sem starfar í Húsasmiðjunni, var yfirheyrður um hvað fengist af því efni sem þarf að afla utan skógar, s.s. nöglum og tjörupappa. og svo er bara að sjá til hvernig framkvæmdirnar ganga.
Núna ætla ég í heitt bað, því bakið er eitthvað að mótmæla, og vona svo að það verði gott veður á morgun svo við getum komið hellunum á sinn stað.
Þið saumaklúbbskonur sem lesið bloggið mitt - var ekki gaman hjá ykkur á Birkiteignum ?