<$BlogRSDURL$>

júní 27, 2003

Er kyn þótt skógarmenn
og konur drekki
ég held nú ekki
það er sjálfsagt mál.


Svona orti Þorsteinn Valdimarsson eitthvert sinn í Hallormsstaðaskógi. Og til skamms tíma voru haldnar Jónsmessuhátíðir í skóginum, þar sem menn drukku, sungu, grilluðu kjöt og pylsur á teinum yfir eldi, drukku meira og sungu enn meira, allt þar til sólin kom upp og jafnvel mun lengur. Þessi siður var aflagður fyrir nokkrum árum, þar sem ekki þótti verjandi að unglingar þeir sem voru í vinnu hjá Skógrækt ríkisins lærðu ósóma þennan.
Í kvöld var haldin Jónsmessuhátíð með nýju sniði. Það var gengið um skóginn, farið í boðhlaup, spilaður fótbolti, klippt á borða á nýjum göngubrúm, spilað á flautu, grillað, sullað aðeins í fljótinu, hitað ketilkaffi og bara setið og spjallað í góða veðrinu.

Uppskrift að ketilkaffi:

Vatn hitað að suðu í katli með loki,
Kaffi (best er að nota grófmalað kaffi) hellt út í og skerpt á aftur.
Þá er ketillinn tekinn af eldinum og honum sveiflað sjö sinnum, hátt, jafnvel alveg hringinn.
Einum bolla af köldu vatni er skvett út í og ketillinn látinn standa í 2-3 mínútur.

Punkturinn yfir i-ið í góðu grilli úti í skógi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?