júní 10, 2003
Já, af því að ég var að tala um óperuna - þetta var frábær sýning - góð tónlist, góður söngur en einhvern veginn fannst mér uppsetningin ekki alveg nógu sannfærandi. Don Giovanni var orðinn læknir á geðsjúkrahúsi - Leporello sjúklingur hans sem þjáðist greinilega af persónuleikabrenglun og ímyndaði sér óperuna í heild sinni, var ýmist Don Giovanni eða Leporello og undir það síðasta var orðið útilokað að henda reiður á atburðarásinni. Mér fannst þetta vera einhvers konar MATRIX- eftirherma. Eða bara: Að vera eða ekki vera.....En ég hef líka litlu meira vit á leiklist en tónlist.