<$BlogRSDURL$>

júní 30, 2003

Mánudagsblogg 

Hvað er hægt að segja eftir svona helgi: Veðrið var alveg frábært - 20-25 stiga hiti, sólskin og blíða bæði laugardag og sunnudag. Ekkert sérstakt á döfinni, bara verið að byggja kofa, sleikja sólskinið og fara í stutta göngutúra. Hitinn var of mikill til að leggja í langferðir. Það var líka of heitt til að grilla, bara tilhugsunin var of heit.

En nú er kominn mánudagur. Ég er í fríi en synirnir og bóndinn komnir í vinnu aftur. Sólskinið er af skornum skammti í dag, hitastigið samt um 18 gráður þannig að nú er lag að fara í fjallgöngu. Tek ákvörðun eftir hádegið hvort ég nenni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?