júní 03, 2003
Næsta föstudag verð ég komin í FRÍ og ætla mér að vera í fríi mikið til fram í lok júlí !!
Skrepp til danaveldis í eina viku, og svo er ég búin að leggja inn pöntun á góðu sumri, góðu austfirsku sumri, með sól og hita um 18-22 stig. Og svo ætla ég að vera heima, rótast í garðinum mínum, helluleggja, smíða mér verkfæraskúr og kannski skjólvegg. Garðhúsgögnin eru líka orðin frekar léleg, kannski ég reyni að búa til eitthvað slíkt líka, bara að ég geti verið úti.
Fjallgöngur, steinasöfnun og ljósmyndun hljóma heldur ekki illa. Hver segir að maður þurfi að vera að ferðast út um allt í sumarfríinu sínu. A.m.k. er það óþarfi fyrir svona forréttindapésa eins og okkur sem búum á Hallormsstað.
Skrepp til danaveldis í eina viku, og svo er ég búin að leggja inn pöntun á góðu sumri, góðu austfirsku sumri, með sól og hita um 18-22 stig. Og svo ætla ég að vera heima, rótast í garðinum mínum, helluleggja, smíða mér verkfæraskúr og kannski skjólvegg. Garðhúsgögnin eru líka orðin frekar léleg, kannski ég reyni að búa til eitthvað slíkt líka, bara að ég geti verið úti.
Fjallgöngur, steinasöfnun og ljósmyndun hljóma heldur ekki illa. Hver segir að maður þurfi að vera að ferðast út um allt í sumarfríinu sínu. A.m.k. er það óþarfi fyrir svona forréttindapésa eins og okkur sem búum á Hallormsstað.