júní 26, 2003
Nýtt umhverfi á blogger - hægt að velja íslensku og rétt stafasett - við erum komin á kortið hjá þeim.
Við erum að vinna í garðhúsinu, gærdagurinn fór í efnisöflun - bæði heima og í Húsasmiðjunni. Bóndinn þurfti reyndar á fund síðdegis í gær og ég notaði tækifærið og lagðist í reyfaralestur á meðan. Það er nauðsynlegt þegar maður er í fríi. Það, og leggja kapal og ráða krossgátur. Þá getur maður verið heima og samt verið í svona sumarbústaðarfíling. Húsið mitt er umkringt skógi á þrjá vegi, þannig að þetta er ekkert erfitt. Aðeins spurning um hugarástand.
Nú er léttur rigningarúði og verið að melta hvort við eigum að halda áfram húsbyggingu eða renna á Norðfjörð og heilsa upp á pabba og mömmu.
Við erum að vinna í garðhúsinu, gærdagurinn fór í efnisöflun - bæði heima og í Húsasmiðjunni. Bóndinn þurfti reyndar á fund síðdegis í gær og ég notaði tækifærið og lagðist í reyfaralestur á meðan. Það er nauðsynlegt þegar maður er í fríi. Það, og leggja kapal og ráða krossgátur. Þá getur maður verið heima og samt verið í svona sumarbústaðarfíling. Húsið mitt er umkringt skógi á þrjá vegi, þannig að þetta er ekkert erfitt. Aðeins spurning um hugarástand.
Nú er léttur rigningarúði og verið að melta hvort við eigum að halda áfram húsbyggingu eða renna á Norðfjörð og heilsa upp á pabba og mömmu.