júlí 23, 2003
Í dag er ég að fara í gönguferð yfir Hallormsstaðaháls ásamt 15 öðrum konum. Fyrir mörgum árum var stofnaður félagsskapur hér um slóðir sem fékk nafnið "Gleðikvennafélag Vallahrepps". Ég er ekki stofnfélagi því á þessum tíma (1988) bjó ég á Norðfirði. Nafn félagsins er til þess ætlað að vekja menn og konur til umhugsunar um orðið "gleðikona". Það var á árum áður notað í sömu merkingu og "gleðimaður" en fékk síðar merkinguna vændiskona.
Sveitarfélagið Vallahreppur er ekki lengur til en það gefur okkur bara betra svigrúm til að taka inn nýja félaga.
Þetta stefnir í góða og glaða ferð, eins og okkur einum er lagið.
Sveitarfélagið Vallahreppur er ekki lengur til en það gefur okkur bara betra svigrúm til að taka inn nýja félaga.
Þetta stefnir í góða og glaða ferð, eins og okkur einum er lagið.