<$BlogRSDURL$>

júlí 23, 2003

Í dag er ég að fara í gönguferð yfir Hallormsstaðaháls ásamt 15 öðrum konum. Fyrir mörgum árum var stofnaður félagsskapur hér um slóðir sem fékk nafnið "Gleðikvennafélag Vallahrepps". Ég er ekki stofnfélagi því á þessum tíma (1988) bjó ég á Norðfirði. Nafn félagsins er til þess ætlað að vekja menn og konur til umhugsunar um orðið "gleðikona". Það var á árum áður notað í sömu merkingu og "gleðimaður" en fékk síðar merkinguna vændiskona.

Sveitarfélagið Vallahreppur er ekki lengur til en það gefur okkur bara betra svigrúm til að taka inn nýja félaga.
Þetta stefnir í góða og glaða ferð, eins og okkur einum er lagið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?