júlí 02, 2003
Það er fátt leiðinlegra en að eiga frí og eyða því í veikindi og aumingjaskap. Ég hef ekki viljað viðurkenna staðreyndir, fyrr en í morgun, eftir svefnlausa nótt vegna hósta og andþrengsla. Dreif mig til læknis og fékk auðvitað úrskurð um bronkítis og tilheyrandi fúkkalyf fylgdu með. Vonandi að þetta virki fljótt og vel svo ég geti farið að fara í þessa fjallgöngu.
Annars er hlé á framkvæmdum vegna annarra verkefna bóndans og veikinda minna. En það kemur alltaf meiri tími .......
Annars er hlé á framkvæmdum vegna annarra verkefna bóndans og veikinda minna. En það kemur alltaf meiri tími .......