<$BlogRSDURL$>

júlí 13, 2003

Þá er helgin að verða búin - og þó fátt hafi verið planlagt fyrir helgi var ýmislegt gert. Á föstudagsmorgun var ákveðið að grilla í Víðivallaskógi - svona fjölskyldupartý með tilheyrandi Crockett-spili og skemmtilegheitum. Ég fór með nöfnu mína á Norðfjörð og var komin heim rétt mátulega til að fara upp í Víðivallaskóg í áðurnefnt grill. Þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra, var þetta bara skemmtilegt
Veðrið breytttist svo til batnaðar strax á laugardag - sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum - það hefði skv. því átt að vera rok og rigning. Við skruppum á hátiðina þar sem bóndinn þurfti að taka þátt í Boccia keppni. Um kvöldið lentum við svo í smáleiðangri með ágætum jarðfræðingi sem er að reyna að kortleggja jarðfræði svæðisins sem Hallormsstaðaskógur og nágrenni nær yfir. Hann var búinn að finna svo margar gerðir af steintegundum, innskotum og berggöngum að hann trúði okkur eiginlega ekki þegar við sögðumst geta sýnt honum stað í skóginum þar sem væru baggalútar (öðru nafni hreðjasteinar). Þess vegna var ekki um annað að gera en fara með manninn á svæðið og sýna honum það.
Í dag hefur tíminn að mestu farið í framkvæmdir við pallinn og kofann - allt tekur þetta sinn tíma og er gaman að dunda í þessu þegar veðrið er svona gott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?