<$BlogRSDURL$>

júlí 06, 2003

Ég er búin að slá garðinn, byrjuð að lagfæra beð sem er búið að safna í sig dálitlu af illgresi og búin að fara í brúðkaup frænku minnar. Það var fjölmennt og fjörugt, enda eru báðir ættleggir fjölmennir sem að henni standa. Þar að auki missti hún föður sinn (bróður minn) aðeins 8 ára og ólst upp hjá móður sinni og seinni manni hennar sem líka á dágóðan ættlegg í kringum sig. Brúðguminn er ættaður sunnan af landi og því var mun færra af hans fólki viðstatt.
Veðrið var alveg þolanlegt og brúðkaupið fór fram í gilinu, sem við krakkarnir kölluðum alltaf Hænsnagil, því þar rétt hjá var hænsnakofinn og hænurnar rótuðust gjarnan í þessu gili á sumrin. En núna er karl faðir minn búinn að gera þetta að sannkölluðum sælureit, bolla sem er umlukinn skógi á alla vega, svo djúpur að þar er nánast alltaf skjól en nógu víður, þannig að sólin nær að skína þangað. Hænsnagilsnafnið er þó notað stundum ennþá svona til aðgreiningar öðrum giljum sem nóg er af í nágrenninu. Traðargil og Kjálkagil eru þeirra á meðal. Rétt fyrir neðan Hænsnagilið er svo Draugadýið . Bæði Kjálkagilinu og Draugadýinu tengjast sögur af göldróttum presti sem bjó á næsta bæ, Skorrastað.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?