<$BlogRSDURL$>

júlí 27, 2003

Ég fór í göngutúr - í 3 klukkutíma ! Frábært, þó það rigndi svolítið, skein sólin þess á milli og við, ég og vinkona mín, áttum góðan dag í skóginum og uppi í Bjargselsbotnum - sem án efa eru eitt best geymda leyndarmál Íslands.

Veiðimennirnir, bóndinn og tveir danskir strákar sem eru í starfsnámi hjá Skógrækt ríkisins, komu heim með 5 silunga. Silungarnir voru flakaðir, pönnusteiktir og etnir með kartöflum, salati og smjöri - og skolað niður með bjór frá ýmsum löndum.
Á morgun er það svo vinnan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?