<$BlogRSDURL$>

júlí 31, 2003

Í gær fórum við "Gleðikonur" í gönguferðina sem frestað var í síðustu viku. Í för voru 10 innvígðar gleðikonur, ein sem er að kynna sér starfsemina og ein af annarri tegund, nefnilega tíkin Perla. Er skemmst frá því að segja að við gengum, spjölluðum og skemmtum okkur vel. Má gott heita ef ekki hafa heyrst hlátrasköll um fjórar nærliggjandi sveitir og jafnvel alla leið í Egilsstaði.

Ákvörðun var tekin um að búa til vefsíðu gleðikvenna og er nú kominn hlekkur á hana hér til hliðar. Vænti ég þess að margar gleðikonur verði framvegis virkar í að tjá skoðanir sínar og segja frá starfseminni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?