júlí 14, 2003
Húsið mitt er í endanum á götunni og af því allflestir Íslendingar skoða landið sitt út um bílgluggann, koma allmargir bílar og snúa í hlaðinu hjá mér á hverjum degi yfir sumarmánuðina. Sumir eru með fellihýsi eða tjaldvagna í eftirdragi, kunna kannski ekki að bakka með slík viðhengi og verða að finna sér stað þar sem hægt er að ná hringnum án þess að bakka.
Áðan sá ég einn slíkan út um gluggann og hugsaði með mér: ISS, þessi kann greinilega ekki að bakka með fellihýsið - en sá svo að þarna voru á ferð kunningjar okkar hjóna og komu færandi hendi.
Koníaksflaska - bara af því við redduðum þeim og ferðafélögum þeirra stað til að sofa á og fórum með þeim í skógargöngu daginn eftir. Ég er hætt að nöldra yfir fólki sem snýr í hlaðinu hjá mér. Ef einn af hverjum 1000 kemur með koníaksflösku er öllum hinum fyrirgefið.
Áðan sá ég einn slíkan út um gluggann og hugsaði með mér: ISS, þessi kann greinilega ekki að bakka með fellihýsið - en sá svo að þarna voru á ferð kunningjar okkar hjóna og komu færandi hendi.
Koníaksflaska - bara af því við redduðum þeim og ferðafélögum þeirra stað til að sofa á og fórum með þeim í skógargöngu daginn eftir. Ég er hætt að nöldra yfir fólki sem snýr í hlaðinu hjá mér. Ef einn af hverjum 1000 kemur með koníaksflösku er öllum hinum fyrirgefið.