júlí 04, 2003
Það rignir ennþá, ekki nokkur leið að reyna að slá garðinn í þessu veðri. Mikið er ég heppin þar.
Á morgun erum við öll að fara í brúðkaup bróðurdóttur minnar á Norðfirði. Brúðkaupið á að halda í garðinum hjá pabba og mömmu ef veður leyfir, en miðað við daginn í dag er útlitið ekki gott. Þá verður brúðkaupið bara haldið innan dyra í staðinn. Plássið er nóg í þessu ágæta húsi . Þarna var til skamms tíma barnaskóli og faðir minn var þar skólastjóri. Núna er húsið notað sem samkomuhús, leigt út undir ættarmót og alls konar veislur og pabbi gamli er húsvörður. Semsagt: Æskustöðvarnar
Á morgun erum við öll að fara í brúðkaup bróðurdóttur minnar á Norðfirði. Brúðkaupið á að halda í garðinum hjá pabba og mömmu ef veður leyfir, en miðað við daginn í dag er útlitið ekki gott. Þá verður brúðkaupið bara haldið innan dyra í staðinn. Plássið er nóg í þessu ágæta húsi . Þarna var til skamms tíma barnaskóli og faðir minn var þar skólastjóri. Núna er húsið notað sem samkomuhús, leigt út undir ættarmót og alls konar veislur og pabbi gamli er húsvörður. Semsagt: Æskustöðvarnar