<$BlogRSDURL$>

júlí 22, 2003

Sunnudagurinn var letidagur - nema hvað við fengum gesti í kvöldmat og ég eldaði kjúklingabringur með hrísgrjónum, sveppum, papriku og blaðlauk - býsna gott, þó ég segi sjálf frá.

Þegar ég vaknaði í gærmorgun var svartaþoka og ég ákvað, þar sem ég er í fríi, að liggja og lesa fram eftir degi. Paula, eftir Isabel Allende, var viðfangsefnið. Ég er ennþá að melta þessa bók og á eftir að fletta upp og lesa aftur nokkra kafla í henni, áður en ég get sagt nokkuð um bókina. Nema að ég hefði ekki viljað lesa hana án þess að vera búin að lesa töluvert eftir Isabel Allende áður.

Í morgun er ég aftur á móti búin að vera mjög dugleg, búin að slá garðinn, sem er ekkert smáræði, sjálfsagt hálfur hektari að stærð, þvo þvott, brjóta saman þvott og bara nefndu það.
Er núna á leið að gera góðverk dagsins, þ.e. slá fyrir eldri konu hérna í nágrenninu. Hlýt að fá prik fyrir það á efsta degi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?