júlí 10, 2003
Systurdóttir mín og nafna, 6 ára, er búin að vera hjá mér síðan í fyrradag. Í gær fórum við í skógargöngu og heimsókn til Möggu (sem einu sinni var alltaf kölluð Mjallhvít) í Fljótsdalinn auk þessa að fara og skoða páfagauka, finkur og gullfiska í gæludýrabúðinni á Egilsstöðum. Núna er hún að semja og æfa leikrit sem mér verður sýnt innan stundar. Það er að einhverju leyti byggt á "Síðasti bærinn í dalnum" - held ég, án þess ég viti það fyrir víst. Bíð bara spennt.
Hér er mynd af Þórunni, sem tekin var uppi í skógi í gærmorgun, áður en það byrjaði að rigna.
Nú er best að drífa sig í leikhúsið.
Hér er mynd af Þórunni, sem tekin var uppi í skógi í gærmorgun, áður en það byrjaði að rigna.

Nú er best að drífa sig í leikhúsið.